Dásamlegt og stílhreint…

…ég hef alltaf haft sérstakt dálæti á danska merkinu Broste. Þegar ég kláraði Garðyrkjuskólann hérna í “gamla daga” þá fann ég einmitt hjá heildversluninni sem flutti þá inn Broste-vörurnar og stillti þeim upp víða. Svo þegar við hjónin giftum okkur 2005 þá var brúðarstellið sem við völdum okkur einmitt frá Broste. Þannig að þegar það kom nýtt stell frá þeim í Húsgagnahöllina núna um daginn, þá varð ég mjög spennt að skoða, og viti menn – ég varð ekki fyrir vonbrigðum.

Nýja stellið heitir Nordic Vanilla og það er eiginlega bara alveg gert fyrir mig. Það er frekar fíntlegt, en samt smá svona gróft því allar línur eru frekar “organískar”. Það er hvítt/kremað á lit en með smá svona dökkum doppum sem brjóta þetta skemmtilega upp. Svo er alveg hellingur af spennandi fylgihlutum með, skálum og alls konar diskum og bökkum…

…þannig að ég stóðst ekki mátið að stilla því aðeins upp og leika mér með það. En mér finnst þetta vera bara strax alveg tímalaus klassík…

…í stað þess að vera með dúk, þá notaði ég svo fallegt rúmteppi úr svona hörefni frá Södahl (líka frá Húsgagnahöllinni) og það kom svo smart út með, svona passlega kæruleysislegt. Svo finnast mér bastdiskamotturnar, sem eru líka frá Broste, alveg einstaklega flottar með…

…hér sjáið þið vel doppurnar, en þær gera svo mikið fyrir stellið að mínu mati…

…það eru til bæði djúpar og grunnar skálar, og með notaði ég síðan Thule glösin frá Iittala…

…ég vildi endilega nota bara stálhnífapör með, og þessi eru frá Broste líka – virkilega falleg hönnun…

…ég er líka alltaf hrifin af stellum sem er auðvelt að “breyta” í hversdagsstell þegar fram líða stundir…

…svo fallegur kökudiskur á fæti með, og þessar litlu skálar finnst mér alveg æði…

…og geggjuð stærð fyrir salatið t.d…

…og eins og áður sagði, matarfötin eru í nokkrum stærðum. Þið sjáið líka þarna við hliðina hina týpuna af skálum við stellið…

…ég veit ekki með ykkur en þetta er svona akkurat mér að skapi, svona yndislega rólegur natur fílingur yfir þessu…

…allt sem þið sjáið hérna á borðinu er frá Húsgagnahöllinni, með undantekningunni að kertastjakarnir eru frá Dorma og servétturnar frá Rúmfó. Ég setti inn þá hlekki sem ég fann, þá eru stafirnir feitletraðir:

Góða helgi krúttin mín, keyrið varlega hvert sem þið haldið, ef þið eruð á ferðalagi, og njótið þess að vera til! ♥

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

2 comments for “Dásamlegt og stílhreint…

  1. Ósk
    25.09.2022 at 14:30

    Þetta er svo fallegt, smekklegt og flott eins og alltaf hjá þér

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *